Mánudagur, apríl 14, 2025
HeimFréttirUmhverfiðTyrfa bílastæði á Strandgötunni í tilefni af Evrópskri umferðarviku sem hófst í...

Tyrfa bílastæði á Strandgötunni í tilefni af Evrópskri umferðarviku sem hófst í gær

Evrópska samgönguvikan hófst í gær, á Degi íslenskrar náttúru undir yfirskriftinni „Veljum grænu leiðina“. Samgönguvikan, sem hefur þann mikilvæga tilgang að hvetja til vistvænna samgangna,  stendur yfir dagana 16.-22. september. Í ár er sjónum einkum beint að þeirri jákvæðu þróun að æ fleiri ferðist milli staða á vistvænan hátt og þannig hefur fjöldi þeirra sem nota aðra samgöngumáta en einkabílinn aukist.

Hafnarfjarðarbær tekur þátt í samgönguvikunni ásamt sveitarfélögum víðs vegar um allt land. Bílastæði við Strandgötu í Hafnarfirði verður m.a. tyrft í vikunni og er framkvæmdin táknrænt framlag sveitarfélagsins. Segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að með því að skipta út malbikuðu svæði í grænt svæði sé gangandi og hjólandi vegfarendum gefið meira rými í miðbænum á kostnað bíla.

Samgöngumátar sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.

Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta einnig skráð til leiks einstaka viðburði eða aðgerðir sem ætlað er að ýta undir vistvænar samgöngur. Yfirskrift þessa verkefnis er MobilityActions á ensku sem hefur verið þýtt sem Samgönguplús á íslensku. F

rekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook-síðu vikunnar. Nánar má lesa um átakið á mobilityweek.eu

Hvaða samgöngukrútt ert þú?

Í tilefni af Evrópskri samgönguviku getur þú nú fundið út úr því hvaða samgöngur henta þér best í viðleitni við að gera þitt besta til að lifa heilsusamlegu lífi, fara sparlega með peningana þína og hlífa umhverfinu.

Samgönguviku er ýtt úr vör í ár með könnun sem fólk er hvatt til að taka þátt í.

Smelltu á myndina!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2