fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimFréttirUmhverfiðVargur með bílastæði vestan Hvaleyrarvatns

Vargur með bílastæði vestan Hvaleyrarvatns

Framkvæmdum að ljúka

Framkvæmdir við endurnýjað bifreiðastæði vestan Hvaleyrarvatns hafa staðið yfir í sumar.

Nú sér fyrir endan á þeim. Verktakinn er Vargur frá Mosfellsbæ.

Bragi Brynka (Brynjólfsson), íbúi á Völlunum, kom við á framkvæmdarsvæðinu í gærmorgun og lagði mat á verkið; leist vel á fráganginn og umgjörðina, en síður á óþarflegan fjölda reiðhjólastanda og seinagang starfsmanna Skógræktarfélagsins við að planta ætluðum trá- og runnagróðri umhverfis.

Hluti af framkvæmdasvæðinu. – Ljósmynd: Ómar Smári Ármannsson.

Bragi hafði á orði að hann gerði sér von um að framkvæmdin yrði einungis ein af öðrum nauðsynlegum í nágrenninu.

T.d. þurfi að auka aðgengi fólks að svæðinu, hvort sem væri úr austri og vestri, og tengja hvorutveggja með aðgengilegum hætti. Þá þyrfti að upplýsa áhugasama um sögu og minjarnar allt umleikis.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2