fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirUmhverfiðVindgerðar snjórúllur á Hvaleyrinni

Vindgerðar snjórúllur á Hvaleyrinni

Myndast aðeins við sérstakar aðstæður þar sem vindur nær taki á blautum snjó sem liggur á þurrum snjó

Það þarf yfirleitt manninn til svo snjóboltar verði til. Allavega verða þær ekki til af sjálfu sér í görðunum okkar. En náttúran hefur sín ráð og við vissar aðstæður getur sterkur vindur rúllað litlum snjókornum af stað sem verða að snjórúllum frekar en snjóboltum sem við gerum með því að breyta sífellt um þá stefnum sem boltanum er velt í.

Á golfvellinum á Hvaleyri mynduðust fjölmargar svona snjórúllur sem sjá mátti þegar starfsfólk vallarins leit yfir völlinn í gærmorgun. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, vallarstjóri hjá Keili, tók þessar glæsilegu myndir af fyrirbærinu.

Snjórúllur eru ekki mjög algengar en þó sjást þær af og til, þó misstórar.

Hafnfirski jarðfræðingurinn Guðmundur Kjartansson sagði frá snjókúlum eftir mikið rok við Selskarð á Rangárvöllum árið 1956 og hafði hann þá aðeins einu sinni séð fyrirbærið áður. Taldi hann að svona snjóboltar mynduðust aðeins ef rétt væri að byrja að blotna í þurrum snjó og votur börkur liggi ofan á þurrum snjó.

Snjórúllur sjást einnig neðan við fjöll og hafa þá myndast við að snjór rúllaði niður fjallshlíðina í sterkum vindi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2