fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUndirritað svarbréf til Persónuverndar ekki kynnt bæjarráði - uppfært

Undirritað svarbréf til Persónuverndar ekki kynnt bæjarráði – uppfært

Bréf bæjarstjóra komið til fjölmiðla áður

Persónuvernd sendi þann 4. desember sl. bréf til Hafnarfjarðarbæjar þar sem stofnunin tilkynnir að hún hafi hafið frumkvæðisathugun í tilefni af rafrænu eftirliti við skóla og leikskóla.

Er vísað í bréfinu til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem fram hafi komið að Hafnarfjarðarbær hefði á síðustu tveimur árum unnið að því að setja upp eftirlitsmyndavélar við grunnskóla bæjarins og að á nýju ári hæfist vinna við að setja upp eftirlitsmyndavélar við leikskóla bæjarins. Hafi komið fram að eftirlitsmyndavélarnar væru bæði utanhúss og á völdum stöðum innandyra.

Upplýsir stofnunin að skv. lögum er krafist mats á áhrifum á persónuvernd og slíkt skuli gerast áður en vinnsla upplýsinga hefst. Beinist frumkvæðisathugun Persónuverndar að því hvort umrædd vöktun Hafnarfjarðarbæjar samrýmist ákvæðum laga nr. 90 frá 2018.

Sendir stofnunin Hafnarfjarðarbæ fimm spurningar sem óskað er eftir svörum við eigi síðar en 18. desember 2018.

Málið var kynnt á bæjarráðsfundi 19. desember þar sem bréfið er lagt fram en ekkert annað er bókað um málið.

Svarbréfið í höndum fjölmiðla

Hins vegar kemur fram í frétt í Fréttablaðinu í morgun að blaðið hafi undir höndum svarbréf frá Hafnarfjarðarbæ, undirritað af Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra 18. desember. Þetta bréf var ekki lagt fyrir bæjarráð og ekki hefur borist svar frá formanni bæjarráðs hvers vegna það var ekki.

Uppfært kl. 11:55

Inn í fundargerð bæjarráðs hefur nú verið bætt svarbréfi bæjarstjóra til Persónuverndar þó ekki sé getið í fundargerðinni að svarbréfið hafi verið lagt fram. Segir Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og svarbréfið hafi verið lagt fram og rætt. Aðspurður hvers vegna bréfsins var ekki getið í fundargerð sagði Ágúst Bjarni að það hefði mátt geta þess að það hefði verið lagt fram og kynnt, hann taki þau mistök á sig.

Í svarbréfinu segir bæjarsjóri að ekki hafi verið tekin ákvörðun um uppsetningu eftirlitsmyndavéla í leikskólum. Þó hafi verið til umræðu að setja upp slíkar vélar til vöktunar utan vistunartíma leikskólabarna og stefnt að því að setja slíkar við einn leikskóla vegna skemmda og slæmrar umgengni eftir lokun leikskólans.

Svarbréf bæjarstjóra má sjá hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2