fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUndirskriftarsöfnun hafin um íbúakosningu í Hafnarfirði

Undirskriftarsöfnun hafin um íbúakosningu í Hafnarfirði

Samtökin Íbúalýðræði hafa nú hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna kröfu um almenna íbúakosningu í Hafnarfirði um þá ákvörðun að hefja sölu á hlut íbúa í HS Veitum.

Vilja að ferlið verði stöðvað þar til vilji Hafnfirðinga liggi fyrir

Í tilkynningu frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, sem hann sendir fyrir hönd samtakanna Íbúalýðræðis, segir að þau sem að samtökunum standi telji að Hafnfirðingar eigi að fá að tjá hug sinn um svo stórt hagsmunamál áður en ákvörðun er tekin, en um er að ræða verðmætan eignarhlut íbúa í samfélagslega mikilvægu fyrirtæki. Lýsum þau einnig yfir áhyggjum af þeim mikla hraða og leynd sem einkennt hefur ferlið frá því það var samþykkt í bæjarráði 22. apríl síðastliðinn og vonast þau til að ferlið verði stöðvað þar til vilji Hafnfirðinga í málinu liggi fyrir.

Undirskriftasöfnunin stendur til 13. júlí og hana má nálgast rafrænt á vef Þjóðskrár: https://listar.island.is/Stydjum/72. Undirskriftum verður einnig safnað á pappír.

Forsaga málsins:

  • Þann 22. apríl tók bæjarráð Hafnarfjarðar ákvörðun um að hefja söluferli á hlut bæjarins í HS Veitum.
  • Þann 7. maí frétta bæjarfulltrúar minnihlutans af aðkomu Kviku banka að ferlinu í gegnum auglýsingu bankans í fjölmiðlum.
  • Þann 15. maí var tilkynningu um fyrirhugaða undirskriftasöfnun skilað til bæjarins.
  • Þann 4. júní var tilkynningin samþykkt í bæjarráði Hafnarfjarðar. Á þeim fundi kom einnig fram í svari bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa minnihlutans sá vilji bæjarins að selja hlut sveitarfélagsins í HS Veitum „fyrir sumarleyfi“. Þá kom fram að aðkoma Kviku banka að ferlinu hafi verið ákveðin tveimur dögum eftir að ákvörðunin um söluferlið hafi verið samþykkt í bæjarráði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2