fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimFréttirUngir hafnfirskir dansarar á leið til Rómar

Ungir hafnfirskir dansarar á leið til Rómar

Tak þátt í risastóru móti dansara víða að úr heiminum

Listdansskóli Hafnarfjarðar komst áfram með fjögur af sex atriðum sínum í undankeppni „Dance World Cup“ danskeppninnar sem haldin var í Borgarleikhúsinu sl. sunnudag.

Þau atriði sem komust áfram fara til Rómar í sumar til að keppa með landsliði dansara. Þar keppa dansskólar frá 32 löndum með 4 til 25 ára dansara. Eru dansskólarnir hvattir til að mæta með hópatriði svo sem flestir geti tekið þátt. Fyrsta Dance World Cup keppnin var haldin í Grikklandi árið 2001.

Keppendur í undankeppni Dance World Cup

Af þeim sem kepptu sl. sunnudag komust 59 sólódansarar áfram, 18 pör og þriggja manna hópar, 14 litlir danshópar og 10 stórir danshópar. Samtals komust 10 dansskólar áfram í keppnina í Róm.

 

Æfingar hafa verið strangar og árangursríkar hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar.

Nú tekur við undirbúningstímabil og ákvarðanataka hvort farið verður til Rómar því allt kostar þetta peninga og fellur kostnaðurinn á foreldra. Munu dansararnir eflaust leggja hart að sér til að safna fyrir ferðinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2