Ólympíuhlaup ÍSÍ er fastur liður í skólastarfi Hraunvallaskóla og var í ár haldið þann 10. september sl.
Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan, brjóta upp skólastarfið og hafa gaman saman.
Nemendur í unglingadeild hlaupa áheitahlaup með styrkjum frá foreldrum og ættingjum.
Í ár safnaði unglingadeildin fyrir Birtu, landssamtökum en tilgangur samtakanna er að styrkja foreldra og fjölskyldur sem misst hafa börn sín.
Sjá nánar um Birtu: birtalandssamtok.is