fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirUngur drengur lærbrotnaði er hann skall á járnstaur í sleðabrekku

Ungur drengur lærbrotnaði er hann skall á járnstaur í sleðabrekku

Þrír mánuður síðan íbúa var svarað og sagt að staurarnir yrðu fjarlægðir

S-brekkan svokallaða við Hlíðarbergið í Setberginu, innan við Klettabergið, er vinsæl sleðabrekka enda hönnuð sem slík. Hún er um leið hluti af göngustíg og þar hafði verið stálhlið. Í dag eru aðeins staurarnir eftir af hliðinu og íbúar hafa haft af þeim áhyggjur. Á síðu íbúa hverfisins segir Laufey Ómarsdóttir „Nú eru komnir 3 mánuðir síðan bærinn svaraði mér á þá leið að þeir ætluðu að ganga sem fyrst í það að laga S brekkuna og taka þessa stórhættulega járnstaura.“

Ljósmynd: Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir

Upplýsir hún að í vikunni hafi ungur drengur lærbrotnað við það að skella á staurnum og var hann fluttur í burtu í sjúkrabíl.

Þrátt fyrir ítrekun hefur ekkert verið aðhafst og staurarnir eru þarna ennþá. Vilja foreldrar eðlilega að allt sé gert til að gera þessa skemmtilegu brekku örugga fyrir þá sem þarna leika sér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2