Karlmaður lést í snjóflóði sem féll í Skánardal við Móskarðshnúka um hádegisbil í gær. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar, en var úrskurðaður látinn eftir að þangað var komið.
Maðurinn hét Sigurður Darri Björnsson, 23 ára, til heimilis í Hafnarfirði.
Annar maður lenti í snjóflóðinu en grófst ekki undir því.
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út kl. 12.32 í gær vegna snjóflóðsins og fannst maðurinn síðan tæpum tveimur tímum síðar.
Snjóflóðið féll rétt vestan við gönguleiðina á Móskarðshnúka, í Skánardal.