fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirÚrskurðarnefnd felldi í dag úr gildi byggingarleyfi á Dvergsreitnum

Úrskurðarnefnd felldi í dag úr gildi byggingarleyfi á Dvergsreitnum

Samþykktar teikningar ekki í samræmi við aðalskipulag

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur í dag fellt úr gildi byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsaklasa með 23 íbúðum og einu atvinnurými á lóðinni Lækjargötu 2, þar sem Dvergshúsið svokallaða stóð.

Byggingarframkvæmdir eru þegar farnar af stað og er verið að slá upp fyrir kjallara.

Eigendur fasteigna að Lækjargötu 4, 6 og 8 og Brekkugötu 5, 7, 9, 10, 11, 16 og 18 kærðu þá ákvörðun byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar frá 5. maí 2021 að heimila byggingu þessara fjölbýlishúsaklasa. Bentu kærendur á að teikningar sem liggi til grundvallar byggingarleyfinu væru ekki í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar. Að hafa meginhluta jarðhæða húsanna sem íbúðarhúsnæði væri í andstöðu við aðalskipulag bæjarins.

Málsrök Hafnarfjarðarkaupstaðar voru þau að aðeins hefði verið samþykkt á umræddum fundi, byggingaráform og töldu bæjaryfirvöld að kærendur hafi hvorki gert grein fyrir atvikum né málsástæðum og að ekki yrði annað séð en að kæran væri sett fram í þeim eina tilgangi að þrýsta á um endurskoðun á þeim byggingaráformum sem deiliskipulag lóðarinnar heimilaði.

Á þessi rök féllst kærunefndin ekki enda hafi byggingarleyfið verið gefið út í skjóli byggingaráforma sem hafi, að öðrum skilyrðum uppfylltum, þau réttaráhrif að hefja mætti samþykktar byggingarframkvæmdir.

Þá bendir kærunefndin á og tekur undir málsrök kærenda að fram komi í almennum ákvæðum aðalskipulags að á „miðsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjóna heilu landsvæði, bænum í heild sinni eða fleiri en einu bæjarhverfi, s.s. verslunum, skrifstofum, þjónustustofnunum, veitinga- og gisthúsum, menningarstofnunum og hreinlegum iðnaði. Þar sem aðstæður leyfa má gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði, sérstaklega á efri hæðum bygginga.“

Þá bendir kærunefndin einnig á að í deiliskipulagsbreytingu sem gerð var á deiliskipulaginu Miðbær Hafnarfjörður, sem umrædd lóð er á, sé ekki fjallað um hvernig nýtingu jarðhæða sem snúa út að Suðurgötu og Brekkugötu skuli háttað en tekið fram að skilmálar Miðbæjarskipulagsins , sem öðlaðist gildi 2001 gildi að öðru leyti.

Ljóst er að byggingarfulltrúi samþykkti með hinni kærðu ákvörðun byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsaklasa með íbúðum á jarðhæð.

Því felldi úrskurðarnefndin í gær úr gildi þá ákvörðun byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar frá 5. maí 2021 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir byggingu fjölbýlishúsaklasa á lóðinni Lækjargötu 2.

Úrskurðinn má lesa hér.

Ásýndin frá Lækjargötu

Hvað næst?

Ef horft er til annarra mála sem Hafnarfjarðarbær hefur verið gerður afturreka með má búast við að ráðist verði í breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem í raun ætti að kalla á breytingu á aðalskipulag, allt til að komast hjá að uppfylla ákvæði eigin skipulags.

Nágrannar kæra nýsamþykktar teikningar að húsum á Dvergsreitnum

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2