fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirVarað við ferðum til meginhluta N-Ítalíu

Varað við ferðum til meginhluta N-Ítalíu

Helstu skíðasvæðin ekki skilgreind á hættusvæði

Staðfestum tilfellum COVID-19 kórónaveirunnar utan Kína hefur fjölgað undanfarna daga. Þar á meðal í Evrópu þar sem tilfelli á Norður-Ítalíu nálgast á þriðja hundrað. Grunur leikur á að eitt tilfelli hafi komið upp á Tenerife á Spáni en endanleg staðfesting á því liggur ekki fyrir.

Sóttvarnalæknir varar við ástæðulausum ferðalögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu en engar ferðaviðvaranir eru í gildi á Tenerife.

Hafa ber í huga að staða mála í Evrópu með tilliti til COVID-19 breytist nú hratt og því gætu ráðleggingar sóttvarnalæknis tekið breytingum með stuttum fyrirvara.

Norður-Ítalía

Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu.

Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni.

Sjá upplýsingar um sóttkví í heimahúsi.

Þetta á ekki við um þá einstaklinga sem ferðast frá Ítalíu til Íslands í gegnum alþjóðaflugvelli á Norður-Ítalíu en hafa dvalið á öðrum svæðum en þeim sem nefnd voru hér fyrir ofan. Brýnt er að þeir sem eru á svæðinu hugi vel að persónulegu hreinlæti og fylgi fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.

Sem stendur ná ráðleggingar gegn ónauðsynlegum ferðum til svæðanna ekki til skíðasvæða í Norður-Ítalíu en þau eru utan ofannefndra áhættusvæða og engin tilfelli hafa enn sem komið er verið tilkynnt þaðan.

Tenerife

Grunur leikur á að eitt tilfelli COVID-19 veirunnar hafi komið upp á H10 Costa Adeje Palace hótelinu á Tenerife á Spáni. Enn sem komið er, eru ekki vísbendingar um að tilfellin séu fleiri og veiran hafi breiðst út. Að sinni er því ekki mælt gegn ferðum til Tenerife. Hins vegar er brýnt að þeir sem annað hvort eru á svæðinu eða hyggja á ferðalög þangað hugi vel að persónulegu hreinlæti og fylgi fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu.

Almennt hreinlæti

Sóttvarnalæknir mælist til þess að fólk hugi vel að persónulegu hreinlæti (handþvottur, klútur fyrir vit við hnerra eða hósta). Almenningur getur með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að sínu persónulega hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, net og munn eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.

Nýja Kórónaveiran (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar.

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum hjá þeim sem veikir eru fyrir lýsir það sér með sýkingum í neðri öndunarfærum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda.

Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2