fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVarnargarðar eiga að hindra hraunrennsli í Nátthaga

Varnargarðar eiga að hindra hraunrennsli í Nátthaga

Frá því að eldgos hófst í Geldingadölum hefur vel verið fylgst með framvindu þess, bæði af vísindamönnum og viðbragðsaðilum.

Vegna fjarlægðar frá byggð eru ekki margir innviðir í beinni hættu vegna hraunrennslisins og gasmengun hefur að mestu verið bundin við eldstöðvarnar sjálfar.

Fljótlega eftir að eldgosið hófst kom þó í ljós að ef þessi atburður dregst á langinn gæti það haft áhrif á mikilvæga innviði á svæðinu. Ef hraunflæðið fer t.d. niður í Nátthaga er ekki langt niður á Suðurstrandaveg, auk þess sem hraunið færi þá líka yfir ljósleiðara sem liggur niðurgrafinn um svæðið. Ekki er að fullu vitað um hvort og hvernig áhrif hraunrennslið hefur ofan í jörðina og þar með á ljósleiðarann.

Undanfarið hefur hraunflæðið að mestu verið til NA í Merardali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Merardala. Í gær varð nokkur breyting á svæðinu og jókst hraunstraumurinn verulega inn á það svæði.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur undanfarið undirbúið gerð varnarmannvirkja ofan við Nátthaga. Þessi vinna hefur verið í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum, almannavarnir í Grindavík og Grindavíkurbæ.

Ef hægt er að tryggja að hraunrennslið verði áfram í Merardali þá eru engir innviðir í hættu á næstunni. Merardalir geta tekið við töluverðu magni af hrauni og ef þeir fyllast er annað óbyggt svæði án mikilvægra innviða sem tekur við hrauninu.

Reynslan hefur sýnt, bæði innanlands og erlendis, að varnargarðar hafa áhrif og geta gagnast og það er því til mikils að vinna ef hægt er að tryggja að hraunrennslið verði áfram fyrst í fremst í Merardali.

Tveir 4 metra háir varnargarðar sem hækka má í 8 metra

Gert er ráð fyrir tveimur fjögurra metra háum varnargörðum ofan við Nátthaga sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Mögulegt er að hækka varnargarðana upp í átta metra ef þess gerist þörf síðar.

Framkvæmdir við varnargarðinn. Sjá má gönguleið í hlíðinni.

Öll efnistaka er staðbundin og eingöngu notast við efni sem þegar er á staðnum. Í upphafi var gert ráð fyrir því að efnistakan yrði hraunmegin við varnargarðinn en vegna hraðrar framvindu hraunsins er það ekki lengur hægt. Gert er ráð fyrir því að hægt sé að jafna varnargarðana út þegar gos stöðvast og ekki þörf fyrir hann lengur. Í þessum aðgerðum felast mun minni umhverfisáhrif en ef beðið er með framkvæmdir þar til seinna.

Vegna hraðrar framvindu á hraunrennslis síðasta sólarhring inn í syðsta hluta Merardala (Nafnlausadal) varð að hrinda þessu verkefni í framkvæmd í gærkvöldi. Byrjað var á að ryðja upp bráðabyrgðargarði við hraunjaðarinn til að stöðva frekari framrás. Í morgun var hafist handa við gerð eiginlegra varnagarða, samkvæmt hönnun, og miðar því verki vel. Gert er ráð fyrir að verkið taki þrjá til fjóra daga.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2