fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirVatn flæddi um ísbúð - slökkvilið og lögregla veittu aðstoð

Vatn flæddi um ísbúð – slökkvilið og lögregla veittu aðstoð

Engin niðurföll til að taka við vatninu

Vatnið skafið út um dyrnar

Lögregla og slökkvilið var við ísbúðina Hafís á Bæjarhrauni á níunda tímanum í morgun en borist hafði tilkynning um að vatn flæddi um búðina. Enginn var inni og reyndu menn ýmsar leiðir til að komast inn áður en eigandinn mætti á staðinn.

Flæddi kalt vatn um búðina eftir að vatnslögn gaf sig og var mikið vatn á gólfum en ekkert niðurfall er í húsnæðinu. Aðstoðuðu starfsmenn lögreglu og slökkviliðs við að skafa vatnið út en ekki virtust miklar skemmdir vera í húsnæðinu en það á betur eftir að koma í ljós þegar allt verður þurrkað upp.

Reynt að komast inn í húsnæðið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2