fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimFréttirVatn flaut úr vatnsvél um gólf Tónlistarskólans

Vatn flaut úr vatnsvél um gólf Tónlistarskólans

Skólinn rafmagnslaus að hluta

Það var óskemmtileg sjón að sjá þegar starfsmaður Tónlistarskólans í Hafnarfirði mætti til vinnuna um hálf átta leytið í morgun. Vatn var á gólfum og lak niður stiga af efri hæð. Þar var töluvert vatn og þegar betur var að gáð sást að vatn sprautaðist frá vatnsvél á kennarastofunni á annarri hæð.

Vatn flæddi undir innréttingar og niður á næstu hæð

Greinilegt var að vatn hafði lekið lengi en öryggisfyrirtæki hafði fengið boð úr skólanum á miðnætti en ekkert sást athugavert utanfrá og ekki var farið inn.

Vatn fór víða, m.a. inn á bókasafn skólans þar sem eru rafmagnstenglar í gólfi og þar fór vatnið niður og fossaði vatn niður í rafmagnstöflu á jarðhæð. Rafmagn hefur því farið af hluta skólans um miðnætti.

Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði upp vatnið og starfsfólk hafði í nógu að snúast við að þurrka hluti og athuga. Einhver hljóðfæri blotnuðu lítillega en vonast var eftir að ekkert hafi orðið fyrir skemmdum.

Vatn hafði flætt úr gólftenglum niður í töflu á jarðhæð

Tenging við vatnsvélina hefur áður skemmst en þá seytlaði vatn frá henni. Nú ákvað fyrirtækið sem leigir vélina að setja öryggisloka á vatnsinntakið sem á að fyrirbyggja að svona geti komið fyrir.

Enn er rafmagnslaust í hluta skólans og vatn seytlar niður í eina kennslustofu á jarðhæð. Hefur þetta áhrif á skólastarfið en ekki er gert ráð fyrir öðru en að kennsla fari að mestu fram eins og venjulega.

 

Vatnslekinn varð á annarri hæð og vatn lak niður á jarðhæð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2