fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirVegagerðin telur gerlegt að leggja Suðurnesjalínu 2 í veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar

Vegagerðin telur gerlegt að leggja Suðurnesjalínu 2 í veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar

Aðgerðin geti bætt öryggissvæðin meðfram veginum

Töluverð umræða hefur verið um lagningu Suðurnesjalínu 2 en þegar er búið að gera nýjan línuveg í gegnum hraunið í Almenningi en framkvæmdum var síðan frestað þar sem gerð var krafa um að verkið færi í umhverfismat.

Sveitarstjórn Voga hefur lýst sig andsnúin tillögum um loftlínu og skrifar Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri pistil á heimasíðu bæjarins þar sem kemur fram að raunhæft sé að leggja jarðstreng í veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum.

„Fyrir skömmu kom s.k. Verkefnaráð Landsnets saman til fundar, en ráðið var sett á laggirnar á sínum tíma sem vettvangur aukins samráðs milli Landsnets og hinna ýmsu hagsmunaaðila sem hlut eiga að máli. Á síðasta ári var lokið við gerð s.k. frummatsskýrslu, þar sem kynntur var aðalvalkostur Landsnets um að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu (að mestu leyti) meðfram Suðurnesjalínu 1.

Sveitarstjórnin í Vogum lýsti sig andsnúna þeim kosti, og lagði til að lagður yrði jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Til vara var lagt til að strengurinn yrði lagður í jörðu meðfram Suðurnesjalínu 1, reyndist það ekki raunhæfur kostur að leggja strenginn meðfram Reykjanesbraut.

Á fyrrnefndum verkefnaráðsfundi kynnti fulltrúi Vegagerðarinnar sjónarmið stofnunarinnar varðandi þessa lausn, og kom þar fram að gerlegt er að leggja strenginn í jaðar veghelgunarsvæðisins. Við þá aðgerð mætti jafnframt auka öryggi vegarins, þar sem unnt væri að nýta framkvæmdina til að bæta öryggissvæðin meðfram veginum. Hér er því komið kjörið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. að leggja strenginn í jörð ásamt því að bæta umferðaröryggið.

Landsnet bendir hins vegar á að þeim beri að fara að fyrirmælum sem fram koma í stefnu stjórnvalda um flutningskerfi raforku, þar sem gengið er út frá því að meginflutningskerfið skuli vera í loftlínum og að ekki sé heimild til að velja dýrari kosti. Sveitarfélagið mun á næstunni fylgja þessu máli eftir við stjórnvöld, í þeirri von að unnt sé að finna ásættanlega lausn.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2