fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirVegi lokað í Hafnarfirði vegna jarðhræringa í Grindavík!

Vegi lokað í Hafnarfirði vegna jarðhræringa í Grindavík!

Það hefur vakið undrun fólks að sjá að vegurinn að Krýsuvíkurkirkju hefur verið lokaður rækilega og öll umferð um hann bönnuð en svæðið er í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar.

Virðist þarna verið að koma í veg fyrir að fólk geti komist þarna í gegn og inn á Suðurstrandaveginn þó vegurinn sé reyndar lokaður þar og í raun blindgata.

Telur einn viðmælenda Fjarðarfrétta að nær hefði verið að loka við gatnamót Suðurstrandarvegar og gamla Kýsuvíkurvegar og leyfa þannig fólki t.a.m. aðgang að Selöldu, Krýsuvíkurbergi og Húshólmasvæðinu svo ekki sé talað um aðgengið að Krýsuvíkurkirkju.

Lokunin er rammgerð, tvær stórar steinblokkir og þrjár grindur en ekki kemur frá á hvers vegum lokunin er.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2