fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirVel gengur að kjósa þó biðraðir séu og sóttvarnir ekki í hávegum

Vel gengur að kjósa þó biðraðir séu og sóttvarnir ekki í hávegum

Aðeins er kosið á tveimur stöðum í Hafnarfirði og því var nokkur örtröð við Lækjarskóla. Bílum var lagt upp á gangstéttar og biðröð myndaðist við innganginn.

Sóttvarnarreglur voru greinilega ekki á hávegum hafðar í Lækjarskóla því notast var við sama inngang og útgang og þrefaldar raðir á göngunum við kjörklefana.

Við Víðistaða var mikil örtröð og öll bílastæði full, báðum megin við skólann.

Frá kjörstað í Lækjarskóla

En fólk var rólegt og yfirvegað og beið rólegt eftir því að kæmi að því. Einhverjar tafir voru þegar fólki var bent á að uppfæra rafræn skírteini sín í símum, sem þó skv. skiltum voru bannaðir á kjörstað.

Veðrið hefur leikið við bæjarbúa þó veðurspár fyrr í vikunni bentu til að yrði brjálað veður

Atkvæði rennt í kjörkassann.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2