Aðeins er kosið á tveimur stöðum í Hafnarfirði og því var nokkur örtröð við Lækjarskóla. Bílum var lagt upp á gangstéttar og biðröð myndaðist við innganginn.
Sóttvarnarreglur voru greinilega ekki á hávegum hafðar í Lækjarskóla því notast var við sama inngang og útgang og þrefaldar raðir á göngunum við kjörklefana.
Við Víðistaða var mikil örtröð og öll bílastæði full, báðum megin við skólann.

En fólk var rólegt og yfirvegað og beið rólegt eftir því að kæmi að því. Einhverjar tafir voru þegar fólki var bent á að uppfæra rafræn skírteini sín í símum, sem þó skv. skiltum voru bannaðir á kjörstað.
Veðrið hefur leikið við bæjarbúa þó veðurspár fyrr í vikunni bentu til að yrði brjálað veður
