fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirVel heppnað konukvöld í Firði – Myndasyrpa

Vel heppnað konukvöld í Firði – Myndasyrpa

Verslunarmiðstöðin Fjörður hélt eitt af sínum vinsælu konukvöldum sl. fimmtudag og bauð upp á fjölbreytta dagskrá.

Einnig svöruðu arkitekt og verkefnisstjóri spurningum um hinar miklu byggingarframkvæmdir sem eru að fara af stað en þær voru einnig vel kynntar í síðasta blaði Fjarðarfrétta.

Fjölmenni var í Firði strax við upphaf konukvöldsins en 100 fyrstu konurnar fengu glæsilegan gjafapoka. Bleikt þema var á kvöldinu í samstarfi við Bleiku slaufuna sem var vel kynnt á kvöldinu.

Fjölmörg fyrirtæki voru með vörukynningar og tilboð voru í verslunum og boðið upp á hressingu og var mjög góð stemming að sögn verslunareigenda.

Haffi Haff var plötusnúður og kynnir kvöldsins og hann gerði meira en það því hann tók sjálfur upp hljóðnemann og söng nokkur lög. Bjössi Thor heillaði gesti með gítarleik sínum er hann spilaði undir hjá stórsöngkonunni Unni Birnu sem fór á kostum. Svala Björgvins átti ekki síður gott kvöld og skemmti gestum með flottum söng sínum.

Ýmislegt annað var á dagskránni, dansarar úr Dansskóla Tönju sýndu, Bikarmeistari Keilis var krýndur, zúmba með Oddrúnu og svo var dregið í happdrætti kvöldsins.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta kíkti við og tók nokkrar myndir.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2