fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirVel heppnað samstarfsverkefni Áslandsskóla og skóla í Randers í Danmörku

Vel heppnað samstarfsverkefni Áslandsskóla og skóla í Randers í Danmörku

Tuttugu og sex nemendur í Áslandsskóla voru í samskiptum við danska vini sína í rúmt ár áður en þeir fengu þá í heimsókn í byrjun september, en í byrjun 8. bekkjar völdu nemendurnir dönsku í vali.

Tuttugu nemendur frá Randers lille skole komu í heimsókn fyrstu vikuna í september.

Á meðan á dvöl nemanda frá Randers stóð var ýmislegt gert saman eins og að fara Gullna hringinn, skoða Reykjanesið ásamt því að fara í Bláa Lónið, Þingvellir voru heimsóttir,  kíkt var í Perluna og síðan var unnið saman að heimildarmynd í skólanum.

Rúmri viku seinni fór hópurinn frá Áslandsskóla til Randers og átti þar frábæra viku fulla af dagskrá.

Þau fóru meðal annars til Skagen, nyrsta odda Danmerkur, til Aarhus og skoðuðu tvö söfn þar, fóru í Legoland og á leiðinni heim fóru þau í Tívolíið í Kaupmannahöfn.

Á þessum tíma hefur skapast frábær vinskapur meðal nemenda, nemendur hafa þroskast mjög mikið og hafa farið langt út fyrir þægindaramma sinn að sögn Önnu Sigríður Hilmarsdóttur kennara í Áslandsskóla.

Styrkur fékkst frá Nordplus í þetta verkefni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2