Víðistaðakirkja hefur nú náð að uppfylla skilyrði þess að fá sæmdarheitið „Á grænni leið“.
Sr. Halldór Reynisson kom í Víðistaðakirkju í dag til að afhenda sókninni viðurkenningarskjal um að Víðistaðakirkja hafi nú uppfyllt skilyrði til að fá viðurkenninguna. „Á grænni leið“.
Til að hljóta þá viðurkenningu þurfa söfnuðir að uppfylla a.m.k. átta atriði af fjörutíu á gátlista umhverfisstarfs þjóðkirkjunnar sem ber heitið „Græni söfnuðurinn okkar“. Víðistaðasókn gerði betur og uppfyllti 18 atriði.