Aðalfundur sóknarnefndar Víðistaðakirkju var haldinn sl. sunnudag. Var tækifærið notað til að þakka fyrir gjafir og góðan stuðning sem Víðistaðakirkja hefur notið ekki síst við viðgerð á freskumyndunum í kirkjunni sem listamaðurinn Baltasar Samper gerði. En miklar viðgerðir hafa einnig staðið yfir á þaki og gluggum kirkjunnar. Var áætlað að heildarkostnaður væri um 70 milljónir kr.
Hafnarfjarðarbær styrkti sóknina með 10 milljón kr. fjárframlagi til að vernda þau dýrmætu menningarverðmæti sem freskumyndir kirkjunnar eru og til viðhaldsframkvæmda sem hafa staðið yfir á kirkjunni.
Systrafélag Víðistaðakirkju færði kirkjunni að gjöf nýja uppþvottavél, kaffikönnur og endurnýjaði stóla í safnaðarheimilinu.
Árni M. Sigurðsson og Eygló Hauksdóttir færðu kirkjunni minningargjöf um foreldra og tengdaforeldra sína, sérsmíðað stálgrindverk til að verja freskumyndir kirkjunnar fyrir ágangi. Grindverkið var hannað með aðstoð listamannanna Baltasars og Kristjönu Samper.