fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVíðistaðaskóli sigraði í Veistu svarið?

Víðistaðaskóli sigraði í Veistu svarið?

Mikil stemmning á úrslitakvöldinu í Bæjarbíói

Keppni félagsmiðstöðva grunnskólanna, Veistu svarið? hefur staðið yfir undanfarnar vikur.

Fyrst kepptu 9 lið í undanúrslitum og fjögur liðanna kepptu í fjögurra liða úrslitum þar sem Víðistaðaskóli sigraði Öldutúnsskóla á heimavelli og Lækjarskóli sigraði Setbergsskóla á heimavelli.

Matterhorn og súkkulaði.

Víðistaðaskóli og Lækjarskóli mættust svo á úrslitakvöldi í Bæjarbíói í gærkvöldi og var nær fullt hús og mikil stemmning í salnum.

Keppnin sjálf er keimlík Gettu betur spurningakeppni framhaldsskólanna, en í keppninni voru m.a. hraðaspurningar, vísbendingaspurningar, hljóðdæmi og myndspurningar. Höfundur og spyrill var Árni Stefán Guðjónsson, áfangastjóri í Flensborg.

Lið Lækjarskóla

Lið Víðistaðaskóla fór mjög vel af stað og náðu nokkuð öruggri forystu í hraðaspurningunum og héldu henni og gott betur út keppnina þó lið Lækjarskóla hafi átt góða spretti inn á milli.

Það fór svo að lið Víðistaðaskóla stóð uppi sem öruggur sigurvegari og lið Lækjarskóla lenti í öðru sæti eftir hetjulega baráttu. Lið Víðistaðaskóla hampar því farandbikarnum og fengu keppendurnir spilið Veistu svarið, pizzaveislu og rós.

Lið Víðistaðaskóla

Í liði Víðistaðaskóla voru Magni Kristinsson, Steingerður Aldís Valsdóttir og Úlfar Kristmundsson. Þjálfarar þeirra voru þau Birkir Már Viðarsson og Kristmundur Guðmundsson. Fékk liðið blóm og pizzaveislu að launum.

Silfurlið Lækjarskóla; Dagur Fannar Hermannsson, Smári Hannesson og Sesilía Luna Kata.

Í liði Lækjarskóla voru þau Dagur Fannar Hermannsson, Sesilía Luna Kata og Smári Hannesson. Þjálfari þeirra var Bjarki Steinar Viðarsson.

Mjög góð stemmning var í salnum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2