Fulltrúar Hraunsins, félagsmiðstöðvarinnar í Víðistaðskóla og fulltrúar Ássins, félagsmiðstöðvarinnar í Áslandsskóla kepptu til úrslita í spurningakeppninni Veistu svarið í Bæjarbíói í gærkvöldi.
Keppnin sjálf er keimlík Gettu betur spurningakeppni framhaldsskólanna, en í keppninni voru m.a. hraðaspurningar, vísbendingaspurningar, hljóðdæmi og myndspurningar. Höfundur og spyrill var sem fyrr Árni Stefán Guðjónsson.
Víðistaðaskóli átti titil að verja og svo fór að lið skólans sigraði með 30 stigum gegn 18 stigum liðs Áslandsskóla.
Í liði Víðistaðaskóla voru þau Ragnar Halldór Bogason, Úlfar Kritmundsson og Nína Sólveig Svavarsdóttir.
Í liði Áslandsskóla voru þau Freyja Bjarnveig Ívarsdóttir, Reginn Kamban Gunnarsson og Haraldur Hrafn Þórðarson.