Þann 1. júlí verður opnuð ný og glæsileg verslun Krónunnar á horni Flatahrauns og Fjarðarhrauns. Segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, þetta verða eina af glæsilegustu verslun Krónunnar á landinu.
Verslunarhúsnæðið í heild er 2.600 m² en verslun Krónunnar verður 2.000 m². Í húsnæðinu opnar á sama tíma Domino‘s pizza og Bakarameistarinn opnar svo í lok júlí.
18 metra kjötborð
„Verslunin er mjög björt og opin, ávaxta og grænmetisdeildin er sú stærsta hjá okkur þar munum við bjóða upp á nýjungar s.s. spírubar og fl. Áherslan verður á lífræna ávexti og grænmeti ásamt hefðbundnu úrvali. Við verðum með 18 m langt kjötborð og kjötpökkun á staðnum og getum pakkað eftir þörfum viðskiptavina og stuðlum við því að minnkun matarsóun. Einnig verðum við með mikið úrval af tilbúnum réttum auk þess sem við munum leggja mikla áherslu á lífrænar vörur og heilsuvörur. Í versluninni verður brauð bar þar munum við bjóða upp á ný bökuð súrdeigsbrauð sem hafa vakið mikla athygli og verið rómuð sem gæða brauð,“ segir Kristinn. Vöruúrvalið í þessari verslun mun rúmlega tvöfaldast miðað við það sem var á Reykjavíkurveginum.
Sushi og snyrtivörudeild
„Þá verður Tokyo sushi í Krónunni sem býður mikið úrval af fersku og góðu Sushi sem gert er á staðnum jafnóðum. Meðal nýrra vara má nefna mikið úrval af snyrtivörum sem ekki hefur verið mikið af í Krónuverslununum í Hafnarfirði. Verslunin er öll með nýjustu tækjum og frystum og led lýsing er allsráðandi í versluninni sem gefur skemmtilega upplifun.“ Segir Kristinn það virkilega gaman að geta komið með alvöru Krónuverslun í Hafnarfjörð.
Verslun Krónunnar við Reykjavíkurveg verður lokuð 30. júní en fram að þeim tíma verður veittur góður rýmingarafsláttur auk þess sem mikið verður af glæsilegum opnunartilboðum í nýju versluninni að sögn Kristins.
Endurnýjað á Hvaleyrarbraut
Þá verður verslun Krónunnar við Hvaleyrarbraut lokuð í 3-4 vikur frá 10. júlí á meðan hún verður tekin í gegn og endurnýjuð.
Ljósmyndir: Guðni Gíslason