fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífBæjarbúð er ný glæsileg gjafavöruverslun á Strandgötunni

Bæjarbúð er ný glæsileg gjafavöruverslun á Strandgötunni

Eigendur með tengingu á Djúpavog og Hafnarfjörð

Bæjarbúð er nafn á nýrri gjafavöruverslun í hjarta Hafnarfjarðar, sem formlega var opnuð sl. fimmtudag.

Guðmunda Bára Emilsdóttir er eigandi verslunarinnar en hún hefur síðustu ár rekið aðra verslun, Bakkabúð, á Djúpavogi ásamt móður sinni.

Verslunin að Strandgötu 43

Samhliða versluninni á Djúpavogi hefur Guðmunda rekið litla heildverslun sem hefur farið stækkandi og mun Guðmunda nýta hafnfirsku verslunina einnig sem sýningarsal fyrir heildsöluna.

Hjónin Svavar og Guðmunda í nýju versluninni.

Hjónin Guðmunda Bára (sem er frá Djúpavogi en á hafnfirska móður) og Hafnfirðingurinn Svavar Þrastarson tóku á móti gestum í versluninni að Strandgötu 43 á opnunardeginum þar sem þau upplýstu að vöruúrvalið væri allt úr heildsölunni, utan þeirrar íslensku hönnunar sem þar finnst. Margt fallegra muna er að finna í búðinni, glæsilega handskorna fugl, skemmtileg bókaljós, leirmuni, töskur og margt fleira en sjá má nokkuð af vöruúrvalinu á meðfylgjandi myndum.

Þau hjónin eru bjartsýn á framhaldið og keyptu húsnæðið í þeirri trú. Sögðu þau að nú bætist í flóru gjafavöruverslana í miðbænum og fólk ætti því ekki að þurfa að fara út úr bænum eftir fallegum hlutum en þau segjast reyna að vera með aðrar vörur en fæst í öðrum sambærilegum verslunum. Sagði Guðmunda að í framtíðinni tækju þau örugglega vörur frá fleiri íslenskum hönnuðum til sölu.

Opið er kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2