Laugardagur, apríl 19, 2025
HeimFréttirViðskiptiDekkjakurl fjarlægt af fótboltavöllum í Hafnarfirði

Dekkjakurl fjarlægt af fótboltavöllum í Hafnarfirði

Byrjað á fótboltavellinum við Hraunvallaskóla

Í gær hófst vinna við Hraunvallaskóla við að fjarlægja gamla dekkjakurlið af fótboltavellinum við skólann. Stefnt er að því að allt dekkjakurl verði farið af skólalóðum áður en skólar hefjast í haust. Nýja efnið sem sett verður í staðinn er vottað gúmmíefni sem uppfyllir öll viðmið. Vinna við þá þrjá velli; Hvaleyrarskóla, Setbergsskóla og Öldutúnsskóla, þar sem skipt verður alveg um grasmottu hefst í lok ágúst og á að ljúka í síðasta lagi í október. Þessir vellir verða án gúmmíuppfylliefna en sett verður gúmmímotta undir gervigrasið sem tryggir betri endingu, stöðugleika og gæði.

Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað síðasta vor að skipta út dekkjakurli á fótboltavöllum við fjóra af grunnskóla bæjarins og setja nýtt gervigras án allra fylliefna við þrjá skóla. Verkið var boðið út og bauð fyrirtækið Metatron, sem er með aðalstarfsstöð sína í Hafnarfirði, lægst í verkið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2