Tupperware plastvörurnar hafa lengi notað vinsælda en þær eru aðeins seldar í beinni sölu í vörukynningum í heimahúsum. Á morgun, miðvikudag gefst Hafnfirðingum hins vegar kostur á að komast í lagersölu á Tupperware í lagerhúsnæði Frostís heildverslunar ehf. á Norðurhellu 8.
Þar verður mikið af flottum tilboðum og börnin fá glaðning. Opið verður kl. 14-18 og gengið er inn bak við húsið að sögn Bjarneyjar Jóhannsdóttur hjá Frostís dreifingaraðila Tupperware á Íslandi.