fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirViðskiptiOpnað aftur í Krónunni Hvaleyrarbraut

Opnað aftur í Krónunni Hvaleyrarbraut

Allt endurnýjað og vöruúrval bætt

Um leið og Krónan opnaði stórglæsilega verslun við Flatahraun var tækifærið notað til að endurnýja verslunina við Hvaleyrarbraut.

Mikil þörf var komin á endurnýjun enda búðin komin til ára sinna og hún gengið í gegnum nokkrar breytingar. Að sögn Sigurðar Kristins Guðmundsson verslunarstjóra var lengi búið að vera í bígerð að endurnýja verslunina og nú var skrefið tekið til fulls. Allt var rifið innan úr, gólf brotin upp og húsnæðið allt lagfært og endurnýjað áður en nýjar innréttingar voru settar inn. Miklar áherslubreytingar eru í versluninni og margt er kunnuglegt úr nýju versluninni við Flatahraun þó Krónan við Hvaleyrarbraut sé mun minni og meira eins og hverfisverslun.

Allir kælar og frystar eru nýir og áhersla er lögð á gott aðgengi að vörunum og sýnileika. Úrval af ferskvörum er mun meira en áður og má nefna að ávaxtadeildin hefur verið stækkuð gríðarlega og meiri áhersla er lögð á nýbakað brauðmeti. Nýjar áherslur eru í uppröðun á vörum og er lögð áhersla á að hafa valkosti í hverri vörutegund. Þannig leggi Krónan áherslu á að vera ávallt með ódýrustu vörurnar en á sama tíma er hægt að velja dýrari vörur, merkjavörur, auk þess sem áhersla er líka lögð á lífrænt ræktaðar vörur.

Verslunin hefur verið lokuð í mánuð og segir Sigurður að nágrannarnir sé farnir að vera eftirvæntingarfullir en verslunin verður opnuð á ný á laugardaginn kl. 10.

Glæsileg opnunartilboð

Af því tilefni verða glæsileg opnunartilboð bæði laugardag og sunnudag sem gilda aðeins í Krónunni Hvaleyrarbraut. Hægt verður að skoða opnunartilboðin á heimasíðu Krónunnar, www.kronan.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2