Sigurvegari Söngkeppni Samfés er Viktoría Tómasdóttir frá félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði sigraði í Söngkeppni Samféls þegar hún söng lagið Seven Nation Army.
Í öðru sæti var Hekla Margrét Halldórsdóttir úr félagsmiðstöðinni 105 í Reykjavík. Gísli Freyr Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Tróju á Akureyri lenti í þriðja sæti.

Að sögn viðstaddra voru gæði og hæfileikar allra keppenda gífurlegir og er því ljóst að framtíðin íslenskri tónlist er björt og verður gaman að fylgjast með þessu unga og hæfileikaríka fólki í framtíðinni.
Til þess að komast alla leið í úrslit Söngkeppni Samfés tóku keppendur þátt í forkeppnum í sinni félagsmiðstöð og landshlutakeppnum til að tryggja sér eitt af 30 sætum í keppninni.
Allt frá árinu 1992 þegar að Söngkeppni Samfés hófst hefur unglingum af öllu landinu gefist kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra, og alla landsmenn í beinni útsendingu á RÚV.

Dómnefnd skipuðu þau Dagur Sigurðsson, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir sem sigraði í Söngkeppni Samfés árið 2004.
Allir geta kosið Rödd fólksins
Netkosning verður haldin til að velja Rödd fólksins, hægt verður að nálgast kosninguna á vef Ungrúv á mánudaginn 10. maí kl.16.00 til 22.00 miðvikudaginn 12. maí. Landsmenn eru hvattir til að taka þátt og kjósa.
Ljósmyndir: Aðsendar.