Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur lagt til við Vegagerðina að lokað verði tafarlaust fyrir vinstri beygju á gatnamótunum við Geymslusvæðið á móts við álverið.
Mörg slys hafa orðið á Reykjanesbrautinni þar sem hún er með aðeins eina akrein í hvora átt. Þrátt fyrir að nú sé verið að tvöfalda brautina telur ráðið nauðsynlegt að strax skuli lokað fyrir vinstri beygjuna.