fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirVilja ekki að Brynja eigi íbúð í húsinu

Vilja ekki að Brynja eigi íbúð í húsinu

Segja að eigandinn þurfa að vera 60 ára eða eldri

Hússtjórn fasteignarinnar að Herjólfsgötu 36-40 hefur hafnað því að Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins fái að kaupa íbúð í 0309 í húsinu nr. 38.

Brynja hússjóður á fyrir tvær íbúðir í húsinu sem keyptar voru 2008 og 2009 og var með samþykkt tilboð vegna kaupa á þriðju íbúðinni en fékk ekki að kaupa.

Þinglýst kvöð er á íbúðunum um að íbúðir í húsinu megi aðeins selja þeim sem eru 60 ára og eldri og að í íbúðunum megi ekki aðrir búa en þeir, svo og makar og börn þeirra, nema hússtjórn samþykki undanþágu frá því tímabundið.  Þá er íbúðareiganda aðeins heimilt að leigja íbúð sína þeim sem uppfylla framangreint skilyrði.

Þar sem Brynja hússjóður er ekki einstaklingur er erfitt að uppfylla kvaðir um aldur. Þær tvær íbúðir sem Brynja hússjóður á í húsinu hafa skv. upplýsingum frá Bynju aðeins verið leigðar öryrkjum 60 ára og eldri og segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju að engar kvartanir hafi borist vegna þeirra leigjanda.

Húsfélagið á sjálft íbúð sem það leigir út en sú íbúð var upphaflega ætluð sem húsvarðaríbúð.

Segir Björn Arnar að fyrri tvær íbúðirnar hafi verið keyptar með vitund þáverandi formanns húsfélagsins sem aðeins lagði áherslu á að íbúðirnar væru leigðar út til einstaklinga sem væru 60 ára og eldri.

Stjórn húsfélagsins bendir á að umrædd kvöð sé með stoð í deiliskipulagi sem kveður á um að umræddar íbúðir séu ætlaðar eldri borgurum. Fjarðarfréttum hefur hins vegar ekki tekist að finna nein ákvæði í deiliskipulagi um aldur íbúa eða eigenda.

Spyr Björn Arnar hvort stefnubreyting hafi orðið hjá húsfélaginu, hvort öryrkjar séu ekki aldraðir og hvort fjölbýlishús aldraðra séu aðeins fyrir efnameiri einstaklinga.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2