fbpx
Föstudagur, febrúar 7, 2025
target="_blank"
HeimFréttirVilja ekki vera aðilar að beitarhólfi

Vilja ekki vera aðilar að beitarhólfi

telur ekki ástæðu til að vera aðilar að beitarhólfi fyrir sauðfé

Í gildi er samningur um beitarhólf fyrir sauðfé úr Grindavík og Vogum í Krýsuvík.

Áður höfðu hafnfirskir frístundabændur einnig aðgang að beitarhólfi þar en nú er ekkert sauðfé lengur í Hafnarfirði.

Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir á fundi sínum í dag og „telur ekki ástæðu til að vera aðilar að beitarhólfi fyrir sauðfé og leggur til við Vegagerðina að afmörkun þess verði breytt í samræmi við sveitarfélagsmörk“.

Engar nánari skýringar mátti lesa í fundargerðinni og engin fylgigögn birt.

Beitarhólfið nær m.a. yfir svæðið í kringum Bæjarfell þ.m.t. Krýsuvíkurkirkju.

Fjáreigandafélag Hafnarfjarðar, Garðabæjar og nágrennis hefur haft  afnot af 1250 ha
beitarhólfi sunnan Suðurstrandarvegar.

Beitarhólf Grindavikur sem skilgreint er í aðalskipulagi sem landbúnaðarsvæði nær inn
í Krýsuvík að vestanverðu.

Beitarhólfið sunnan Suðurstrandavegar verður líklega áfram í notkun.
Aðalskipulag Hafnarfjarðar – Krýsuvík

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2