fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVilja geta fjölgað hjúkrunarýmum á Hrafnistu um 110 í næstu framtíð

Vilja geta fjölgað hjúkrunarýmum á Hrafnistu um 110 í næstu framtíð

Skipulags- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar tók á fundi sínum í desember fyrir erindi Sjómannadagsráðs um breytingu á deiliskipulagi á lóð Hrafnistu við Hraunvang.

Tók ráðið jákvætt hugmynd um að breyta deiliskipulagi lóðar Hrafnistu við Hraunvang vegna mögulegra áforma Sjómannadagsráðs um að fjölga rýmum á hjúkrunarheimilinu um 110 í næstu framtíð.

Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs

„Málið sem slíkt er sem stendur á algjöru byrjunarstigi en með fyrirspurninni til bæjarins vill Sjómannadagsráð vera við því búið að þurfa að fjölga rýmum á hjúkrunarheimilinu í Hafnarfirði, sem vígt var á sjómannadaginn árið 1977 og er fyrir nær 200 íbúa,“ segir Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráð í samtali við Fjarðarfréttir.

„Frá því að Hrafnista við Hraunvang tók til starfa hefur Sjómannadagsráð byggt upp jafnt og þétt starfsemi sína á lóðinni á umliðnum áratugum í góðu og farsælu samstarfi við bæjaryfirvöld. Meðal annars er þar rekinn öflugur lífsgæðakjarni með blandaðri þjónustu í samræmi við aðstæður hvers og eins. Þar er ekki síst um að ræða afar öflugt félagsstarf sem rekið er á Hrafnistu. Þeir sem njóta þjónustunnar þar eru auk íbúa heimilisins m.a. íbúar leiguíbúða Naustavarar, leiguíbúðafélags Sjómannadagsráðs, sem byggt hefur alls 124 íbúðir á lóðinni á umliðnum árum og áratugum, bæði í fjölbýli við hlið Hrafnistu og raðhúsíbúðir nokkru fjær.“

Að sögn Aríels Péturssonar, formanns Sjómannadagsráðs, er ástæða fyrirspurnarinnar til bæjaryfirvalda fyrst og fremst varúðarráðstöfun og miðar fyrst og fremst að því að Sjómannadagsráð verði tilbúið þegar og ef ráðist verði í framkvæmdir, en eigi ekki alla nauðsynlega undirbúningsvinnu eftir ef og þegar kallið kemur.

Bráðvantar hjúkrunarrými

„Það liggur alveg ljóst fyrir að það bráðvantar fleiri hjúkrunarrými á landinu og aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast þar sem fjölgar ört í elstu hópum. Þess vegna er jafnframt nauðsynlegt að vera með allt klárt ef við ákveðum einnig að fjölga frekar leiguíbúðunum á lóð okkar í Hafnarfirði,“ segir Aríel.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2