fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVilja nokkra karla í viðbót

Vilja nokkra karla í viðbót

Enginn bilbugur á félögum í 110 ára karlakór

Karlakórinn Þrestir er elsti starfandi kór á landinu, stofnaður 1912 af Friðriki Bjarnasyni og hefur verið áberandi í bæjarlífinu í Hafnarfirði allt tíð.

Kórinn hefur komið fram í Hafnarfirði á tyllidögum svo sem 17. júní og þegar Jólaþorpið er opnað, auk þess sem hann hefur gjarnan haldið vortónleika sína í bænum, sungið og boðið upp á kaffi og með því á konudaginn, haldið jólatón­leika, sungið á hjúkrunarheimilum bæjarins en kórinn fær styrk frá Hafnar­fjarðarbæ auk þess sem mörg fyrirtæki eru bakhjarlar kórsins og styrktarfélagar eru fjölmargir.

„Nú lítur út fyrir heimsfaraldrinum sé lokið hjá okkur og að við getum æft og sungið af fullum krafti á þessu starfsári sem er rétt að hefjast,“ segja þeir Björgvin Þórisson, formaður kórsins og Jóhannes Sólmundsson, gjaldkeri hans í samtali við Fjarðarfréttir.

Geta bætt við í allar raddir

„Okkur langar að fjölga mönnum í kórnum og biðlum til karla sem langar að vera með að mæta á æfingu hjá okkur í Þrastaheimilinu að Flatahrauni 21, 2. hæð. Við æfum á mánudögum kl. 19 og lofum að taka vel á móti nýjum mönnum.“

Syngja með KK

Margt er framundan hjá kórnum í vetur að sögn þeirra söngfélaga. „Við ætlum að halda jólatónleika í Hafnar­fjarðarkirkju 4. desember, syngja í Víði­staðakirkju á konudaginn, 19. febrú­ar, sem jafnframt er stofndagur kórsins og þar fögnum við því 111 ára afmæli hans.
Vortónleikar verða svo í Salnum í Kópavogi 28. apríl og þar verðum við í samfloti með Kristjáni Kristjánssyni, KK.“

Kórinn flytur þar með honum ný og gömul lög í nýjum útsetningum og við undirleik hans, stjórnanda kórsins, Árna Heiðars Karlssonar, og hljóm­sveitar kórsins sem þeir sem mættu á skemmtilega vortónleikana í Víði­staðakirkju síðasta vor kannast við.

„Það er því engan bilbug að finna á kórnum, en við vildum endilega fá nokkra karla í viðbót í hópinn,“ segja þeir Björgvin og Jóhannes.

Karlakórinn Þrestir þrestir hefur sungið við fjölmargar uppákomur í bænum og er hluti af bæjarmyndinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2