fbpx
Laugardagur, desember 21, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVilja tillögu að bráðabirgðalausn á umferðarvanda á hringtorgi við Lækjargötu

Vilja tillögu að bráðabirgðalausn á umferðarvanda á hringtorgi við Lækjargötu

Skilvirkar almenningssamgöngur besta leiðin til umhverfisvænna samgangna

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum í morgun að fela umhverfis- og skipulagssviði að fá óháðan ráðgjafa til að vinna tillögur að bættu og öruggara umferðarflæði við hringtorgið við Lækjargötu til bráðabirgða eða þar til varanleg lausn á kaflanum frá Lækjargötu að Álftanesvegi verður að veruleika.

Í bókun ráðsins kemur fram að umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarkaupstaðar, leggi áherslu á að framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans standist enda brýnt að leyst verði úr fyrrgreindum umferðarvanda við Reykjanesbrautina sem vald óheyrilegum umferðartöfum og slítur íbúðahverfi bæjarins í sundur.

Gríðarlegar umferðartafir myndast oft á Reykjanesbraut í brekkunni frá kirkjugarðinum og að hringtorginu við Lækjartorgi. Hin mikla umferð er einnig þess valdandi að íbúar í Setbergi eiga erfitt með að komast í önnur hverfi bæjarins.

Vandamálið endar reyndar ekki við hringtorgið því miklar umferðartafir eru einnig frá torginu og að gatnamótunum við Kaplakrika.

Hringtorgið við Lækjargötu

20 milljarðar til verksins skv. samgöngusáttmála

Fagnaði ráðið jafnframt uppfærðum og raunhæfum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Í honum er áætlað að um 20 milljarðar verði settir í bráðnauðsynlegar úrbætur á kaflanum frá hringtorginu við Lækjargötu norður fyrir Kaplakrika að Álftanesvegi (við Góu).

Reykjanesbraut í stokk eða í göng undir Setbergshamarinn

Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að greining á kostum þess að setja hluta Reykjanesbrautar í stokk eða göng undir Setbergshamarinn verði tilbúin sem fyrst. Segir í bókun ráðsins að samhliða úrbótum í stofnvegum verði að koma fram raunhæfar tillögur um almenningssamgöngur til og frá Hafnarfirði enda skilvirkar almenningssamgöngur besta leiðin til umhverfisvænna samgangna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2