fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVill 50 milljónir til að bæta hjóla- og göngustíga

Vill 50 milljónir til að bæta hjóla- og göngustíga

Bæjarfulltrúi Viðreisnar lagði fram átta tillögur við framlagningu tillögu til fjárhagsáætlunar

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar lagði fram átta tillögur við framlagningu tillögu til fjárhagsáætlunar í bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær.

Fjármagna að fullu starfsemi leikskóla Hafnarfjarðar

„Það er gap á milli lögbundinnar þjónustu leikskóla og þjónustuþörf hafnfirskra barnafjölskyldna. Sú viðbótarþjónusta er ófjármögnuð sem hefur skapað erfiðleika við mönnun leikskólanna. Fjölgun stöðugilda virðist óhjákvæmileg vegna styttingar vinnuviku og sumaropnunar.“

Tillögunni var vísað til fræðsluráðs.

50 milljónir til að bæta hjóla- og göngustíga

„Það er andvirði smærri gerðar hringtorgs. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi fjölbreyttari umferðarmáta eins og rafhjóla o.fl.“

Tillögunni var vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs.

100 milljónum aukalega verði forgangsraðað til viðhalds á fasteignum bæjarins

„Frestun á viðhaldi fasteigna mun eingöngu auka þann kostnað á næstu árum.“

Tillögunni var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Færa 20 milljónir til umhverfismála og trjáræktar.

Tillögunni var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráð.

Bætt verði við stöðugildi sérfræðings á fræðslusviði

„Vellíðan barna í grunnskóla á alltaf að vera forgangsmál. Viðreisn leggur til að bætt verði við stöðugildi sérfræðings á fræðslusviði t.a.m. þroskaþjálfa, talmeinafræðings eða iðjuþjálfa.

Tillögunni var vísað til fræðsluráðs.

Bætt verði við stöðugildi sálfræðings hjá Brúnni

Hafnarfjörður hefur frá með haustinu 2018 þróað verklag sem hefur hlotið nafnið Brúin. Tilgangur Brúarinnar er að efla stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum bæjarins.

Tillögunni var vísað til fræðsluráð og fjölskylduráðs.

20 milljónir í greiningar og undirbúning á deiliskipulagi vegna Borgarlínu

Tillögunni var vísað til skipulagsráðs.

140 milljónir í Betri Hafnarfjörð

„Hvert hverfi fengi 20 milljónir til að ráðstafa í íbúakosningu. Þetta er ekki viðbót á framkvæmdafé heldur tilfærsla þar sem íbúar hafa meiri áhrif á forgangsröðun verkefna í sínu hverfi.“

Tillögunni var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2