fbpx
Fimmtudagur, nóvember 14, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVill kostnaðarmat á úrbótum á Bláfjallavegi frá Hafnarfirði

Vill kostnaðarmat á úrbótum á Bláfjallavegi frá Hafnarfirði

Þegar hluta Bláfjallavegi var lokað var það mat bæjarráðs að þörf væri á frek­ara umhverfis- og áhættumati á vegarkaflanum og var óskað eftir því að umhverfis- og framkvæmdaráð léti vinna slíkt mat sem lægi fyrir í síðasta lagi fyrir árslok 2021. Að því loknu yrðu teknar ákvarð­­anir um framtíð veg­arins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur nú óskað eftir því að Vegagerðin framkvæmi kostnaðarmat vegna endurbóta á þeim veghluta Bláfjallavegar sem samþykkt var að loka tímabundið vegna vatnsverndar. Kostnaðarmatið taki mið af því að þessi hluti Bláfjallavegar verði endurbættur með sama verklagi og fyrirhugað er að gera á þeim hluta vegarins sem er opinn frá Suðurlandsvegi.

Ennfremur að framkvæmt verði nýtt áhættumat sem taki mið af endurbættum vegarhluta með tilliti til vatnsverndar, nýtingar og almannavarna.

Bláfjallavegi var lokað við hellinn Leiðarenda 4. febrúar sl. um óákveðinn tíma en sú lokun hefur verulega áhrif á aðgengi Hafnfirðinga að skíðasvæðinu í Bláfjöllum en búast má við að með tilkomu nýrra lyfta og snjóframleiðslu muni aðsókn að fjöllunum aukast. Þá er vegurinn mikið notaður af útivistarfólki og gegnir líka sem öryggisvegur komi til náttúruhamfara.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2