fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVill lækka hámarkshraða víða um Hafnarfjörð

Vill lækka hámarkshraða víða um Hafnarfjörð

Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögnum frá skipulags- og byggingarráði, Strætó bs. og Lögreglu höfuðborgarsvæðis við stefnumörkun um hámarkshraða í Hafnarfirði sem Hafnarfjarðarbær fékk Stefán Agnar Finnsson verkfræðing til að gera. Einnig óskar ráðið eftir kostnaðarmati á þeim úrbótum sem lagðar eru til í skýrslunni.

Í stefnumótuninni sem í raun er tillaga að stefnumótun eru gerðar tillögur að hámarkshraða á þeim götum sem Hafnarfjarðarbær sér um veghald á. Markmiðið með tillögunum er að fækka slysum en alvarlegum slysum hefur farið fækkandi frá aldamótum ef tekið er mið af fjölda íbúa. Fjöldi alvarlega slysa hefur hins vegar verið nokkuð svipaður á sama tímabili.

Slysatíðni gangandi vegfarenda hefur hins vegar verið lægst í Hafnarfirði af höfuðborgarsvæðinu ef tekið er tillit til reiknaðra bílferða.

Val á hámarkshraða

Eftirfarandi viðmið verði höfð til hliðsjónar við mat á nýjum hámarkshraða skv. tillögunum:

  • 5 km/klst. / gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur.
  • 15 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega
    húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /
    Bílastæðagötur.
  • 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og
    húsagatna. Götur á og við útivistarsvæði.
  • 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100 m
    kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir
    aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar.
  • 50 km/klst. Stofngötur þar sem óvarðir vegfarendur eru ekki í grennd. Mögulega
    50-100 m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við
    íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar.

Það vekur athygli að gerð er tillaga að 40 km hámarkshraða en undarlegt má telja að þeim hraða hefur að mestu verið sleppt við ákvörðun hámarkshraða á Íslandi. Aðeins 20% munur er á 50 og 60 km hraða en 67% munur á 30 og 50 km hraða.

Tillögur að breyttum hámarkshraða í Hafnarfirði. – Smelltu á myndina til að sjá hana stærri. – Mynd úr skýrslunni.

Víða lækkað út 50 í 30 km/klst

Gerð er tillaga um að hámarkshraði verði víða lækkaður um 60%, úr 50 í 30.

Þetta á við um nær allar íbúðargötur þar sem enn er 50 km hraði en einnig um safngötur eins og Hlíðarbergið í gegnum Setbergið, Reykjavíkurveg frá Flatahrauni að Strandgötu/Vesturgötu, Hvaleyrarvatnsveg frá Kaldárseli* að Kaldárselsvegi (*hér hlýtur skýrsluhöfundur að eiga við afleggjarann af Hvaleyrarvatnsvegi að Seldal), Kaldárselsveg og Lækjargötu.

Götur í iðnaðarhverfum og víðar verði 40 km götur

Þá er gert ráð fyrir að fjölmargar götur í iðnaðarhverfum verði 40 km götur í stað 50 km. Þetta á m.a. við um Bæjarhraun, Dalshraun, Flatahraun og Suðurhellu.

Þá er gerð tillaga um að hámarkshraði verði lækkaður í 40 km/klst. á götum eins og Reykjavíkurvegi frá Stakkahrauni að Flatahrauni, Hvaleyrarbraut, Hjallabraut, Herjólfsgötu og Vesturgötu.

Ekkert fjallað um hraðaeftirlit

Það vekur athygli að hvergi er vikið að hraðaeftirliti í tillögunum sem hlýtur að vera forsenda þess að umferðarhraði lækki. Nefnd eru þrjú slys á gangandi vegfarendum á Fjarðargötu við Landsbankann en þar er aðeins 15 km hámarkshraði og líklegt að þar hafi verið ekið hraðar er slysin urðu. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi nokkurn tíman mælt umferðarhraða á vistgötunum Strandgötu og Fjarðargötu.

Þó er lagt til að sett verði upp skilti sem mæli og birti ökumönnum aksturshraða á nokkrum stöðum í bænum en einnig eru lagðar til ýmsar aðgerðir til að auka öryggi.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2