fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirVill rífa Gaflaraleikhúsið og stækka Víkingahótelið

Vill rífa Gaflaraleikhúsið og stækka Víkingahótelið

Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukráarinnar, hefur keypt húsið sem Gaflaraleikhúsið er í, gömlu smiðju Vélsmiðju Hafnarfjarðar, og hyggst rífa húsið og stækka Víkingahótelið um 50 herbergi.

Leigusamningur Gaflaraleikhússins rennur út um mitt næsta ár en húsið er mjög lélegt og í raun talið ónýtt. Það var byggt 1920 og fellur því undir friðunarákvæði vegna aldurs. Ekki hefur verið leitað álits Minjastofnunar á niðurrifi hússins.

Hefur verið sótt um deiliskipulagsbreytingu vegna niðurrifs og byggingar nýs húss en skipulags- og byggingarráð tók neikvætt í erindið með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa.

Grunnmynd skv. fyrirspurn.

Gert er ráð fyrir að hið nýja hús verði 745 m² að grunnfleti, á þremur hæðum og með 288 m² kjallara. Grunnflötur leikhússins er 623,6 m² en heildarflatamál 761,5 m². Yrði stærðaraukningin 1.719 m².

Með byggingunni yrði hótelherbergjum fjölgað um 50 auk þess sem rými verður fyrir þvottahús og tæknirými í kjallara.

Ásýnd að núverandi húsi frá Suðurgötu.

Neikvæð umsögn

Segir í umsögninni að ekki sé tekið tillit til atriða sem greinargerð með deiliskipulagi miðbæjar kveðjur á um svo sem að viðbygging megi ekki í hlutföllum/ stærð, útliti eða gerð bera grunngerð hússins yfirliði, en tillagan sýnir byggingu sem að stórum hluta er tvöfalt dýpri en hótelbyggingin sem byggja á við.

Þá er sagt að af afstöðumynd megi sjá að viðbyggingin falli illa að smágerðu yfirbragði byggðar í nágrenninu ef frá sé talið íþróttahús.

Þá þyki sýnt að tillagan í þeirri mynd sem hún sé framsett skerði gæði íbúa við Suðurgötu 24 þar sem umfang og hæð fyrirhugaðrar byggingar auki skuggavarp á lóðinni.

Suðurgata 24

Af gögnunum sé einnig óljóst hvort viðbygging sé innan núverandi byggingarreits, en virðist fara út fyrir reitinn bæði til suðurs og til norð-austurs. Bent er á að núverandi byggingarreitur helgist af núverandi byggingu sem er einnar hæðar með litlum þakhalla en ekki þriggja hæða byggingu með risþaki, sem nýti þann reit að fullnustu upp allar hæðir.

Verði byggt skv. þessum hugmyndum hækkar nýtingarhlutfall lóða á reit 4 úr 0,8 í 1,78 en 0,8 er tala frá því árið 2000. Síðan þá hafa breytingar verið á Dvergsreitnum, hús byggð við hlið Fjörukráarinnar auk þess hafa verið hugmyndir uppi um stækkun Tónlistarskólans.

Ásýndin að núverandi húsi frá Hellubraut

Nýtingarhlutfall lóðarinnar Víkingastræti 2, sem innifelur Hótel Víking og Gaflaraleikhúsið í dag er 0,8 en miðað við núverandi hugmyndir um hótel á 3 hæðum auk kjallara yrði nýtingarhlutfallið 1,49 en um 1,37 ef kjallari er ekki meðtalinn.

Ásýnd að hótelinu og núverandi húsi, frá Vesturhamrinum

Jóhannes Viðar segist hissa á þessum viðbrögðum en segist vona að hægt verði að finna lausn sem ásættanleg sé en mikilvægt sé að stækka hótelið sem skapi mikið líf í miðbænum.

Vantar leikhús í Hafnarfjörð

Leikfélag Hafnarfjarðar er húsnæðislaust og hefur Hafnarfjarðarbær ekki fundið neina lausn fyrir þetta forna leikfélag sem hefur þurft að selja og henda miklu af sínum leikmunum vegna húsnæðiseklu.

Gaflaraleikhúsið

Ljóst er að Gaflaraleikhúsið missir einnig húsnæði sitt og á Hafnarfjarðarbær ekkert leikhús og spurning hvort ekki sé kominn tími á að byggt verði alvöru leik- og tónlistarhús í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2