fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVill stærri hlut úr Famkvæmdasjóði aldraðra

Vill stærri hlut úr Famkvæmdasjóði aldraðra

Bæjarstjóri deildi hart á ríkisvaldið við setningu landsfundar eldri borgara

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði deildi hart á ríkisvaldið við setningu landsfundar eldri borgara í Hraunseli á þriðjudaginn. Kom hann upp á eftir forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni og Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Umfjöllunarefni Haraldar var Framkvæmdasjóður aldraðra en Haraldur telur að úthlutun úr sjóðnum sé mjög ógagnsæ og ekki í neinu samræmi við upphafleg markmið hans að stuðla að uppbyggingu og að efla öldrunarþjónustu um allt land.

Aðeins 38,7% fer í nýframkvæmdir

Tekjustofn sjóðsins er nefskattur, framlag til Framkvæmdasjóðs aldraðra en framlag íbúa landsins árið 2015 var 1,9 milljarður króna og samtals 12,8 milljarðar kr. á árunum 2008 – 2015 á verðlagi hver árs. Segir hann að aðeins 4.970 milljónir kr. sé nýtt í stofnkostnað og endurbætur eða 38,7% af framlögum í sjóðinn. 50,1% fari í rekstur og viðhald en 11,2% taki ríkið til sín og sé í raun skuld ríkisins við sjóðinn.

Ekki í samræmi við markmið

Segir hann að framlag til reksturs gangi gegn tilgangi sjóðsins og eðlilegast að sé að rekstur og almennt viðhald sé greitt skv. fjárlögum. Lagði hann áherslu á að sjóðurinn skuli stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustuna skv. ákv. 9 gr. laga um Framkvæmdasjóð aldraðra.

Úthlutun ekki í neinu samræmi við framlög

Benti bæjarstjóri á að framlög úr sjóðnum væru ekki í neinu samræmi við framlög úr sjóðnum eða fjölda íbúa. Á árunum 2008-2016 hafi Hafnarfjörður fengið 4,6% af úthlutunum sjóðsins en í dag eru Hafnfirðingar 8,5% landsmanna. Á árunum 2007-2016 greiddu Hafnfirðingar tæpan 1,7 milljarð kr. í framkvæmdasjóð aldraðra en fengu aðeins 203 milljónir kr. úr sjóðnum eða 12,3% af því sem Hafnfirðingar greiddu í hann.

Benti hann á að Reykjavík og Suðurland hafi fengið úthlutun öll þessi ár á meðan önnur svæði fái miklu sjaldnar. Suðurland fékk á þessum árum 16% af framlagi sjóðsins en íbúar svæðisins eru 8% og enn meiri munur væri á Vesturlandi þar sem svæðið hafi fengið 17% af úthlutun sjóðsins á meðan íbúar væru aðeins 5% landsmanna. Sagðist hann samgleðjast þeim en þetta sýndi að skiptingin væri mjög ómarkviss.

Sjá nánar í Fjarðarfréttum sem dreift er í hús á föstudag.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2