fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimÁ döfinniVinnuskólar Hafnarfjarðar og Kópavogs sameinast um að tína rusl

Vinnuskólar Hafnarfjarðar og Kópavogs sameinast um að tína rusl

Á þriðjudaginn munu Vinnuskólar Hafnarfjarðar Kópavogs halda sameiginlegan ruslatínsludag. Unglingar Vinnuskóla Hafnarfjarðar munu sjást víðsvegar um bæinn í gulum vestum að tína rusl ofan í poka með það að markmiði að skila bænum fallegum og hreinum.

Áhersla á umhverfisvernd og sjálfbæra þróun

Vinnuskóli Hafnarfjarðar leggur áherslu á umhverfisvernd og sjálfbæra þróun. Rusl á víðavangi er skaðlegt náttúrulífi, þess vegna eru nemendur í vinnuskólanum hvattir til að flokka rusl í endurvinnslutunnur og tína upp það rusl sem þeir sjá á jörðinni.

Fólk hvatt til að leggja lið

Markmiðið er að hreinsa allan Hafnarfjarðarbæ. Til að ná því markmiði eru íbúar og allir aðrir áhugasamir hvattir til að leggja hönd á plóg, drífa sig út og taka þátt í deginum með vinnuskólanum.

Starfsfólk vinnuskóla Hafnarfjarðar vonast til þess að sem flestir taki þátt, þar sem margar hendur vinna létt verk. Það væri gaman að sjá ruslfrían Hafnarfjarðarbæ í lok dags með þeirri von að hann haldist þannig.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2