fbpx
Fimmtudagur, janúar 23, 2025
HeimFréttirVinsæll prestur minnkar starfshlutfallið eftir rúmlega 40 ára starf

Vinsæll prestur minnkar starfshlutfallið eftir rúmlega 40 ára starf

Safnaðarfólki Fríkirkjunnar í Hafnarfirði hefur fjölgað verulega á síðustu árum og telur nú nærri 8000 manns. Skv. upplýsingum úr kirkjunni þjónar hún þó mun stærri hópi en það og til marks um það eru fermingarbörn kirkjunnar þetta vorið rúmlega 250.

Prestar kirkjunnar hafa verið vinsælir og hefur fólk sóst eftir þjónustu þeirra m.a. við giftingar og jarðarfarir.

Sr. Einar Eyjólfsson, sem hefur verið prestur kirkjunnar frá árinu 1984 en frá árinu 2000 hafa prestar kirkjunnar verið tveir vegna fjölgunar safnaðarfólks.

Sr. Inga Harðardóttir bætist við í starfsmannahópinn

Hann hefur tilkynnt að frá komandi hausti muni hann minnka starfshlutfall sitt í hálft starf og hefur safnaðarstjórn ráðið sr. Ingu Harðardóttur í starf prests frá sama tíma.

Inga er ekki ókunnug Fríkirkjunni en hún starfaði í kirkjunni um nokkurra ára skeið í fjölbreyttu starfi kirkjunnar samhliða námi í guðfræði. Síðustu ár hefur hún verið prestur íslenska safnaðarins í Noregi þar sem hún hefur verið búsett ásamt fjölskyldu sinni.

Inga er fædd og uppalin í Reykjavík en bjó fyrstu árin sín í Þýskalandi, þar sem foreldrar hennar voru við nám. Faðir Ingu er Hörður Áskelsson, organisti í Hallgrímskirkju og móðir hennar er Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari. Tónlistin er allt í kringum Ingu því systir hennar, Guðrún Hrund, er víóluleikari og Áskell, bróðir hennar, er líka tónlistarmaður. Guðmundur Vignir Karlsson, eiginmaður Ingu, er líka tónlistarmaður.

Verða þá starfandi þrír prestar í kirkjunni, Sr. Einar, sr. Inga og sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir sem hefur starfað sem prestur við kirkjuna frá 2021.

Heimild: Facebook síða Fríkirkjunnar og Íslensku kirkjunnar í Noregi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2