Vinstri græn í Hafnarfirði samþykktu framboðslista sinn á félagsfundi 18. mars.
Davíð Arnar Stefánsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni er oddviti lista VG og í öðru sæti er Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar. Anna Sigríður Sigurðardóttir framhaldsskólakennari og NPA aðstoðarkona er í þriðja sæti.
Framboðslisti Vinstri Grænna
- Davíð Arnar Stefánsson, sérfræðingur Landgræðslunni
- Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar
- Anna Sigríður Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari og NPA aðstoðarkona
- Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is
- Bryndís Rós Morrison, nemandi, stjórn SÁÁ
- Finnbogi Örn Rúnarsson, nemi, NPA verkstjórnandi og fréttamaður
- Marín Helgadóttir, starfsmaður í leikskóla
- Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi
- Thorsteinn Lár Ragnarsson, flotastjóri og jöklaleiðsögumaður
- Sigríður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Alexander Klimek, túlkur
- Björk Davíðsdóttir, fangavörður
- Sigurbergur Árnason, arkitekt
- Rannveig Traustadóttir, prófessor emerita í fötlunarfræðum
- Birna Ólafsdóttir, sjúkraliði
- Gestur Svavarsson, hugbúnaðarráðgjafi
- Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi
- Árni Áskelsson, tónlistarmaður
- Svavar Benediktsson, sagnfræðingur
- Björg Jóna Sveinsdóttir, þjónustufulltrúi
- Fjölnir Sæmundsson, aormaður landssambands lögreglumanna
- Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og fyrrv. bæjarstjóri