fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirWillum Þór vill áfram leiða lista Framsóknar

Willum Þór vill áfram leiða lista Framsóknar

Tveir Hafnfirðingar sækjast eftir öðru sætinu

Willum Þór Þórsson alþingismaður hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til áframhaldandi forystu á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar 2021.

Tveir Hafnfirðingar hafa tilkynnt að þeir sækjast eftir öðru sætinu, Linda Hrönn Þórisdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna og leiðtogi innlendra verkefna Barnaheilla og Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.

Í tilkynningu Willums segir:

„Á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðarstörfum m.a. sem formaður fjárlaganefndar ásamt því að vera starfandi þingflokksformaður. Auk þess hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og óvenju krefjandi, held ég að sé óhætt að segja.

Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi.

Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru.”

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2