fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirYfir þrjú hundruð jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Yfir þrjú hundruð jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Fólk hefur fundið fyrir jarðskálftunum

Um 300 jarðskjálftar hafa verið mældir á Reykjanesskaga í allan dag og eru enn skjálftar í gangi.

Skjálftahrina hófst í morgun tæplega 3 km Austan við Fagradalsfjall.
12 skjálftar hafa verið stærri en 3 á Richter, þrír af þeim voru í kringum 4 á Richter. Um 50 skjálftar hafa verið mældir á milli stærðarinnar 2 til 3 og yfir 200 mæld frá 1 til 2. Alls hafa um 20 skjálftar sem hafa verið undir 1 á Richter.

Stærsti skjálftinn var af stærðinni 4,0 og sagði Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is að hann eigi ekki von á fleiri stórum skjálftum.

Þetta svæði er þekkt jarðskjálftasvæði og virknin því ekki talin óvenjuleg.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftunum á síðu Veðurstofu Íslands.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2