Þriðjudagur, apríl 22, 2025
HeimFréttirYfirborðsfrágangi á Norðurbakka lokið

Yfirborðsfrágangi á Norðurbakka lokið

Það sást til bæjarfulltrúa, starfsmanna bæjarins og verktaka á Norðurbakkanum í hádeginu í dag þegar þeir komu saman og fögnuðu því að yfirborðsfrágangi á Norðurbakka væri lokið.

Dáðust menn að verki sínu og sáu að vel var unnið..

Búið er að setja grjótvörn framan við bakkann til að styðja við hann en slíkt var ekki inni í upprunalegum tillögum. Því er ekki eftir mikið af bryggjunni sjálfri en þar sem hún er án grjótgarðs hefur verið komið fyrir girðingu.

Norðurbakkinn

Bekkjum hefur verið komið fyrir og er mikið notað sk. cortenstál sem er stál með ryðáferð sem minnir óneitanlega á rússnesku togarana sem enn eru í höfninni þrátt fyrir allar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Ryðgað stálið minnir óneitanlega á ryðgaða togarana

Bæjarbúar geta nú dáðst að því að framkvæmdum sé lokið og að hægt sé að ganga, hlaupa eða hjóla eftir bakkanum án þess að vaða polla í myrkri eins og var áður. Er Norðurbakkinn orðinn vistlegur áningarstaður.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2