Meistaramót Íslands fór fram í glæsilegri umgjörð í Íþróttahúsinu við Strandgötu um liðna helgi. Badmintonsamband Íslands og Badmintonfélag Hafnarfjarðar sáu um framkvæmd mótsins í sameiningu sem tókst einstaklega vel.
Alls tóku 35 BH-ingar þátt í mótinu. BH átti fulltrúa í 9 af 12 úrslitaleikjum í A, B og öldungaflokkum, 3 af 5 leikjum í meistaraflokki og unnu 12 Íslandsmeistaratitla af þeim 27 sem í boði voru..

Í fyrsta sinn í sögunni átti BH keppanda í úrslitum í einliðaleik í meistaraflokki karla en það var Róbert Ingi Huldarsson sem náði þeim frábæra árangri.

Eftirfarandi BH-ingar urðu Íslandsmeistarar um helgina:
- Rakel Rut Kristjánsdóttir, Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik í A-flokki
- Irena Ásdís Óskarsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í A-flokki
- Valgeir Magnússon, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í A-flokki
- Orri Örn Árnason, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í A-flokki
- Natalía Ósk Óðinsdóttir, Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik í B-flokki
- Guðmundur Adam Gígja, Íslandsmeistari í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki
- Jón Sverrir Árnason, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í B-flokki
- Lilja Berglind Harðardóttir, Íslandsmeistari í tvenndarleik í B-flokki
- Sara Bergdís Albertsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í B-flokki
Eftirfarandi BH-ingar unnu silfurverðlaun á mótinu:
- Róbert Ingi Huldarsson, 2. sæti í einliðaleik karla í meistaraflokki
- Erla Björg Hafsteinsdóttir, 2. sæti í tvíliða- og tvenndarleik í meistaraflokki
- Gabríel Ingi Helgason, 2. sæti í einliðaleik karla í A-flokki
- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2. sæti í einliða- og tvíliðaleik í B-flokki
- Guðmundur Adam Gígja, 2. sæti í einliðaleik karla í B-flokki
- Stefán Steinar Guðlaugsson, 2. sæti í tvíliðaleik í B-flokki
- Valþór Viggó Magnússon, 2. sæti í tvíliðaleik í B-flokki
- Lilja Berglind Harðardóttir, 2. sæti í tvíliðaleik í B-flokki
- Jón Sverrir Árnason, 2. sæti í tvenndarleik í B-flokki
- Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2. sæti í tvenndarleik í B-flokki

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.