fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirSund39 sundmenn frá SH fóru í keppnisferð til Tékklands

39 sundmenn frá SH fóru í keppnisferð til Tékklands

Núna um helgina var Sundfélag Hafnarfjarðar þáttakandi á sundmóti í Chomutiv í Tékklandi. Alls tóku 37 lið þátt, 35 frá Tékklandi, 1 frá Þýskalandi og að lokum SH, alls 365 sundmenn. Frá SH voru 39 sundmenn á aldrinum 10 – 25 ára. SH-ingar syntu 283 sinnum, og voru 129 bestu tímar. 9 sundmenn frá SH komust á verðlaunapall, það voru þau Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdottir, María Fanney Kristjánsdóttir, Sandra Dögg Kristjánsdóttir, Sara Ruth Sigurðardóttir, Daði Björnsson, Veigar Hrafn Sigþórsson, Snorri Dagur Einarsson og Birnir Freyr Hálfdánarsson.

Erfið keppni

Keppnin var ansi löng og erfið, skipulögð í þremur hlutum – einn á föstudeginum síðdegis og tveir á laugardeginum um morguninn og hinn seinna um daginn með stutt hlé milli keppna. Auk Hrafnhildar og Ingibjargar frá SH voru 14 landsliðssundmenn frá Tékklandi sem kepptu og margir þeirra voru þáttakendur á Ólympíuleikunum, heims- og Evrópumeistarmótinu. Það þýddi að sundmenn SH fengu gott tækifæri til að keppa á móti þeim og fylgjast með þeim keppa. Sundmenn SH höfðu komið með gjafir fyrir sundmenn bæjarliðsins og skiptust þau á sundhettum.

Fengu að læra nýjar hefðir

Fyrir utan það að keppa fengu SH-ingarnir tækifæri til að vingast við bæjarsundmennina, læra hefðir samfélagsins og eyða tíma í Chumutov og Prag. Mladen Tepavcevic sagði í samtali við Fjarðarfréttir að þetta hafi verið frábær reynsla fyrir alla sundmennina og upphaf að góðum tengslum milli Sundfélags Hafnarfjarðar og sundfélagsins Slavie Chomutov. Þegar keppninni var lokið, áður en sundmennirnir héldu heim fengu allir úr SH litla gjöf frá bæjarstjóra Chomutov.

Úrslit frá keppninni. Það eru þýðingar í mynd hér fyrir neðan.

Myndir frá facebook grúppu ferðarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2