fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirNýr taekwondoþjálfari hjá Björk

Nýr taekwondoþjálfari hjá Björk

Taekwondo_bjorkAldrei hafa verið færri iðkendur hjá Taekwondodeild Bjarkar en sl. vetur og hefur stjórn deildarinnar brugðist við og stefnir á öflugt starf á næsta starfsári. Taekwondodeild Bjarkar ákvað að framlengja ekki samning deildarinnar við Cesar Rodríguez Luna og hefur hann látið af störfum.

Samið hefur verið við Björn Þorleifsson sem verður yfirþjálfari deildarinnar og Sigursteinn Snorrason verður tæknilegur ráðunautur. Björn er einn besti taekwondo íþróttamaður landsins en Sigursteinn er einnig vel þekktur innan Taekwondo geirans, menntaður íþróttakennari með 25 ára reynslu af kennslu og er með 6. dan í Taekwondo og svart belti í Hapkido.

Sjá nánar á heimasíðu Bjarkar

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2