fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirBandarískur leikmaður með FH í fótbolta

Bandarískur leikmaður með FH í fótbolta

Caroline Murray leikur með meistaraflokki kvenna á næsta leiktímabili

Caroline Murray
Caroline Murray

Undirbúningur næsta tímabils er í fullum gangi hjá kvennaráði FH. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið gengið frá samningum við flesta leikmenn í meistaraflokki kvenna hjá FH sem léku með á síðasta keppnistímabili.

Þann 30. desembers skrifaði Caroline Murray undir samning um að spila með liðinu næsta sumar. Hún er fædd 1993 og er frá New Canaan, Connecticut í Bandaríkjunum. Hún lék í úrvalsdeildinni í Finnlandi á síðasta keppnistímabili. Caroline hefur fyrst og fremst spilað sem hægri eða vinsri kantmaður með liðum sínum í Bandaríkjunum og Finnlandi. Mun koma Caroline hópinn hjá meistaraflokki kvenna.

FH liðið endaði sl. sumar í 6. sæti úrvalsdeildarinnar sem er mjög góður árangur fyrir ungt og efnilegt lið eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni árið á undan. Það er ætlun FH að byggja ofan á þennan góða árangur og búa til enn betra lið sem getur keppt við bestu lið Pepsí deildarinnar eins og segir í tilkynningu frá kvennaráði knattspyrnudeildar FH.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2